Print E-mail

Lilja Magnúsdóttir

Ég heiti Lilja Magnúsdóttir og mun útskrifast sem sálfræðingur sumarið 2013. Ég starfa hjá Psykologisk Rådgivning með náminu og bíð upp á meðferð undir handleiðslu Tahirs Abdullah sem er löggildur sálfræðingur. Ég hef lagt áherslu á hugræna atferlismeðferð í gegnum sálfræðinámið og þá sérstaklega notkun meðferðarinnar við kvíða, fælni og þunglyndi.

Ég er að skrifa lokaverkefnið mitt í cand. psych. námi við Kaupmannahafnar Háskóla. Verkefnið fjallar um hvernig óörugg tengslamyndun og skapgerð sem einkennist af feimni og varkárni geta verið áhættuþættir fyrir þróun kvíða hjá börnum. Einnig verður tekið fyrir mikilvægi þessa þátta fyrir inngrip og meðferð við kvíða. Áður hef ég gert rannsókn sem snéri að áráttu og þráhyggju röskun þ.e. hvernig atburðir og upplifanir í æsku geta valdið aukinni ábyrgðarkennd og hvernig ábyrgðarkennd getur leitt til áráttu og þráhyggju einkenna.

Í vinnu minni hjá Psykologisk Rådgivning hef ég unnið með kvíða, þunglyndi, lágt sjálfsmat og sorg. Ég vinn einnig hjá Angstforeningen þar sem ég leiði hóp fyrir aðstandendur fólks með kvíða. Auk þessa hef ég unnið með börnum með einhverfu bæði hér í Danmörku og á Íslandi. Í þeirri vinnu hef ég notast við atferlisþjálfun sem er markviss og viðurkennd leið til þess að hafa áhrif á hegðun og byggja upp færni hjá börnum.

Ég er með aðstöðu í Ringager, Brøndby en get auk þess boðið upp á tíma í Dronningens Tværgade, København K. Tímarnir eru á hagstæðu verði og einnig er veittur nemendaafsláttur.

Nánari upplýsingar:

This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it

lilja
 
 

Psykologisk Rådgivning

Ringager 4D
2605 Brøndby
CVR nr. 32611184
Ydernr. 719226
E-mail: info@psykologtahir.dk

Psykologisk Rådgivning - Frederiksberg

Værnedamsvej 1
1819 Frederiksberg C
Bemærk: Der afholdes kun selvbetalende konsultationer på Frederikberg og Indre By.

Kontakt

Telefon 58 10 81 01